Markaðsstofan Icelandic lamb veitir þeim samstarfsstaðilum sínum sem skara fram úr viðurkenninguna Award of Excellence. Alls fengu fjórtán aðilar hana árið 2017, fjórir í handverki og hönnun og tíu í veitingastaðir. Í desember afhenti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar viðurkenninguna Award of Excellence 2017 til fjögurra aðila sem þykja hafa skarað fram úr í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum. Athöfnin fór fram í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík. Þeir sem hlutu viðurkenninguna voru:

Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu.
Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy.
Fræðasetur um forystufé.
Hönnunarmerkið WETLAND.

Í lok mars 2017 hlutu tíu veitingastaðir sem þóttu skara fram úr viðurkenningu Icelandic lamb – Award of Excellence. Þeir voru:

Fiskfélagið
Fiskmarkaðurinn
Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
Íslenski Barinn
Gallery Restaurant Hótel Holti
Grillið Hótel Sögu
Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit
Matur og Drykkur
Smurstöðin í Hörpu
Vox á Hilton Hótel Reykjavík

Viðurkenning í flokki veitingarstaða verður veitt aftur 6. apríl næstkomandi í Súlnasal Hótel sögu klukkan 12:00.