Yfirskrift sýningarinnar var „Þráður landnáms og hönnunar“. Verkin draga fram fegurð íslensku sauðkindarinnar en sérstakir eiginleikar ullarinnar voru sýndir á margvíslegan hátt í bland við nútímahönnun. Um er að ræða spennandi nýsköpun sem innblásin er af hráum efniviðnum, náttúruöflunum og sögu lands og þjóðar. Eftirtaldir samstarfsaðilar Icelandic lamb tóku þátt:
Anna Þóra Karlsdóttir
ásta créative clothes
Erla Dís Arnardóttir
Fuzzy
GÁ húsgögn
Ragna Froda
Shanko Rugs
SPOT Iceland
Vík Prjónsdóttir
Volki
WETLAND

Hönnunarmars Icelandic Lamb

Samhliða sýndu lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík hönnun undir yfirskriftinni úr „Úr böndunum“. Verkefni nemanna er hugmynda- og framleiðsluverkefni unnið í samstarfi við Varma og Epal. Afraksturinn er ímynduð vörulína heimilis- eða innanhúsvara úr prjónavoð og íslenskri ull. Nemendur skólans unnu verkefnið undir leiðsögn vöruhönnuðanna Hrafnkels Birgissonar og Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur. Nemar sem tóku þátt í sýningunni voru:  Álfrún Pálmadóttir, Ása Bríet B Ingólfsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðrún Margrét Gunnsteinsdóttir, Magna Rún Rúnarsdóttir, Margrét Katrín Guttormsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir, Tinna Rún Davíðsdóttir, Una Björk Jónsdóttir og Una Kristín Jónsdóttir.