Hráefni
Pottrétturinn
- 200 gr lambagúllas eða annað lambakjöt
- 1/2 laukur
- 1 lítil gulrót
- 50 gr seljurót
- 2 msk olía
- 2 msk eplaedik
- 1 timjanstilkur
- 1 msk grænn pipar í krukku
- 100 ml lamba eða grænmetissoð
- 100ml rjómi
Skerið niður grænmetið og steikið í potti í 3 mínútur. Fjarlægið grænmetið úr pottinum og steikið kjötið í 3 mínutur. Bætið við ediki og soði og sjóðið í 5 mínútur. Bætið við grænmetinu og rjóma og sjóðið í 10 mínútur. Bragðbætið sem salti og pipar.
Bakaðar parmesan kartöflur
- 200 gr kartöflur
- 50 ml olívu olía
- Sjávarsalt
- 4 msk rifinn parmesan ostur
Sjóðið kartöflurnar í 20 mínútur, sigtið og þurrkið. Setjið kartöflurnar í eldfast mót og kreistið þær létt til þess að rífa skinnið. Veltið upp úr olíu og salti og bakið í 15 í 180°C heitum ofni, snúð þeim einu sinni eftir rúmlega 7 mínútur. Rífið parmesanost yfir kartöflurnar áður en þær eru bornar fram.