Hráefni
- 1 msk smjör
- 1 stk hvítlauksgeiri
- 1/2 laukur
- 500 gr lambahakk
- 1 tsk koriander duft
- 1 tsk cumen
- 1 msk Salt
- 1 tsk túrmerik
- 50 gr feta ostur/salat feta
- 1 pk smjördeig
- 1 eggjarauða
Stillið ofn á 200°C. Bræðið smjörið í potti á miðlungshita. Skerið sniður lauk og hvítlauk og svitið á pönnunni. Bætið við lambahakki og kryddinu. Hrærið vel og látið kjötið brúnast vel. Takið pottinn af pönnunni, rífið ostinn yfir og blandið vel. Skerið smjördegið í 6 cm x 6 cm ferhyrninga og setjið setjið kjötblönduna á annan helming ferhyrninga og notið hinn helminginn til þess að loka deginu. Þrýstið samskeytunum saman með gaffal og setjið hornin á bökunarplötu með bökunarpappír. Penslið með eggjarauðu og bakið í 10-15 mínútur eða þar til hornin eru orðin gyllt.