Icelandic Lamb er markaðsstofa sem vinnur að auknu virði sauðfjárafurða skv. 10. gr. samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016 sem gerður var milli Bændasamtaka Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Icelandic Lamb er framkvæmdaraðili verkefnisins, sem er til 10 ára, í umboði Markaðsráðs kindakjöts. Í Markaðsráði kindakjöts sitja fulltrúar bænda og afurðastöðva, þ.e. Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Landssamtaka sláturleyfishafa. Icelandic Lamb telur að með auknu virði íslensks lambakjöts sé stuðlað að bættum hag allra í virðiskeðjunni og leggur í því samhengi sérstaka áherslu á að eiga farsælt samstarf með afurðastöðvum, veitingahúsum og öðrum hlutaðeigandi.