Hráefni
- u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
- u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
- 4 stk. lambaskankar
- 3-4 msk. ólífuolía
- 3 rauðlaukar, afhýddir og skornir í tvennt
- 2 rósmaríngreinar
- 3 tímíangreinar
- 200 g sveppir, skornir gróflega
- 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
- 15 g smjör, ósaltað
Hitið ofn í 150°C. Setjið salt og pipar yfir lambaskankana, látið í eldfast mót ásamt rauðlauk og kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu. Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar. Berið lambaskankana fram með bakaða rauðlauknum, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.
Rauðvínssósa
- 2 skarlottulaukur
- 1-2 msk olía
- 2 1/2 dl rauðvín eða krækiberjasaft
- 2 rósmaríngreinar
- 2 tímíangreinar
- 2 1/2 dl kjúklingasoð eða lambasoð
- 1-2 msk smjör
- Sjávarsalt
- svartur pipar
Skerið skarlottulaukinn smátt og steikið upp úr olíu í 3-4 mínútur. Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming. Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming og sigtið svo frá kryddið og laukinn. Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.