Hráefni
Kjötið
- 2 lambaskankar
- 3 msk hveiti
- 1 msk Salt
- 1 tsk svartur pipar
- 3 msk smjör
- 1 rauðlaukur
- 2 hvítlauksgeirar
- 4 stk gulrætur
- 3 msk þurrkað rósmarín (eða 3 rósmarínstiklar)
- 1 msk Salt
- 2 msk pipar
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 2 dl vatn
Stillið ofn á 170°C. Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Setjið lambaskankanna í pokann og hristið þar til bitarnir eru þaknir hveitinu. Þurrkið af mest allt hveitið og brúnið kjötið, hitið smjör á pönnuog brúnið kjötið. Skerið rauðlauk og gulrætur niður í bita og hvítlaukinn í helming. Setjið grænmetið og kjötið í eldfast mót með loki ásamt salti, pipar, rósmarín, tómötum og vatni. Eldið í 3 og hálfan tíma og berið fram með kartöflu- og blómkálsmús.
Kartöflu- og blómkálsmús
- 2 stórar kartöflur
- 1/2 blómkálshaus
- 3 msk rjómaostur
- salt og pipar
Skrælið og skerið kartöflurnar niður í bita. Sjóðið í potti og skerið blómkálið niður í bita. Bætið blómkálinu við pottinn þegar rúmlega 5 mínútur eru eftir af suðunni. Sigtið vatnið frá og stappið saman með rjómaosti. Kryddið með salti og pipar.