Hráefni
Kjötið
- Hangikjöt, frampartsrúlla
Setjið hangikjötið í pott með köldu vatni og náið upp suðu rólega, í 25-35 min. Lækkið hitann, setjið kjöthitamæli í kjötið og látið sjóða þar til kjötið nær 68°c kjarnhita. Það tekur rúmlega 2 hálfan tíma, en miðað er við 40mín per kíló. Þegar kjötið er soðið takið pottinn af hellunni og látið kjötið kólna í pottinum.
Eplasalat
- 2 epli
- 1 dolla sýrður rjómi 36%
- 6msk rjómi
- 1 1/2msk hlynsýróp
- 1askja rauð jarðaber
- 4msk pecanhnetur
- 2 msk hunang
- 10 stilkar dill
- Safi úr hálfri sítrónu
- 1/2tsk salt
Hitið ofninn á 160°C. Setjið pecanhnetur á plötu með bökunarpappír og hellið hunangi yfir. Bakið í 10 mín. Eplin eru skorin í lita teninga og jarðaberin skorin í fernt. Þeytið létt saman sýðran rjóma, hlynsýróp og rjóma. Saxið niður pecanhnetur og blandið öllu hráefninu saman í skál. Stráið örlitlu af hnetunum og dilli yfir.
Hátíðarrauðkál
- 1/2 stór rauðkálshaus
- 3 stk anís stjörnur
- 1 stöng kanill (eða 1 msk kanilduft)
- ½ stk grænt epli
- 1 dl eplaedik
- 1 dl krækiberjavín eða krækiberjasaft
- 45gr Appelsínusafi úr 1 appelsínu
- 2 skræl af appelsínubörk
- 1 dl vatn
- 1/2 tsk salt
- 1 msk bláberjasulta
- 2msk af púðursykur eða eftir smekk
Saxið rauðkálhausinn í grófa strimla eða notið mandolín. Skrælið hýðið af eplinu og skerið í litla bitabita. Skrælið börk af appelsinunni og kreystið safann úr henni. Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um klukkustund. Smakkið rauðkálið til eftir rúman hálftíma, gæti vantað púðursykur ef rauðkálið er of súrt eða edik ef það er of sætt, fer eftir smekk.
Jafningur
- 25gr smjör
- 25gr hveiti
- 3,5dl mjólk
- 1tsk múskat
- 1msk sykur
- ½ tsk Salt
- soðnar kartöflur
Hitið smjörið upp í potti og bætið hveitinu út í. Hrærið mjólkinni hægt út í smjörbolluna, rúmlega ½ dl í einu og hrærið vel á milli. Bragðbætið með múskati, salti og sykri. Bætið kartöflunum út í.