Hráefni
Kjötið
- 1 innralæri 400 g
- 3 msk Olivu olía
- Salt of pipar
Nuddið kjötið upp úr olíunni og kryddið með salti og pipar. Steikið báðar hliðar á pönnu áður en þið setjið innralærið í eldfast mót. Eldið í ofni á 180°C í 20-25 mínútur, látið kjötið hvíla í 10 mínútur og skerið áður en kjötið er borið fram.
Gremolata
- 1 knippi ítölsk steinselja, söxuð
- 1 hvítlauksgeiri, rifinn
- Rifinn börkur af 2 sítrónum
Blandið öllum hráefnunum saman og geymið í ískáp þar til rétturinn er borinn fram.
Kartöflusalat
- 400 gr soðnar kartöflur skornar í tvennt.
- 100 gr grænar ólivur
- 2 msk capers
- 2 msk ítölsk steinselja
- 1 msk dijon sinnep
- 1 msk hunang
- 4 msk olívu olía
Blandið öllum hráefnunum saman og kryddið til með salti og pipar.
Grillað brokkolí
- 1 Brokkolíhaus
- 2 msk olívu olía
- sjávarsalt
Skerið blómkálið niður í sæmilega stóra bita, setjið á bökunarplötu með bökunarpappír. Veltið upp úr olíu og sjávarsalti. Bakið í 15 mínútur í 180°C heitum ofni.
Sæt tómatsósa
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1/2 laukur skorinn smátt
- 1 Hvítlauksgeiri, rifinn
- 1/2 msk oregano krydd
- 2 msk Hunang
Steikið laukinn og hvítlauk á pönnu í 2 mín, bætið við ediki, tómötum, hunangi og oregano. Látið malla í 10 mínútur.