Konudagskonfekt

Hráefni

  • 850 g lambakonfekt
  • 80 ml kókósmjólk
  • 60 g rautt karrímauk
  • 1 msk. límónusafi
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • límónusneiðar,til að bera fram með

    Setjið kókosmjólk, karrímauk, límónusafa, salt og pipar í skál og blandið saman. Bætið kjötinu út í blönduna og nuddið saman við. Setjið til hliðar í 15 mín. Hitið   grillpönnu eða aðra pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Steikið lambið í 4-5 mín. á hvorri hlið og berið fram með límónusneiðum til að kreista örlítið yfir kjötið, ásamt kartöflusalati og grilluðum rauðlauk.

Ristað kartöflusalat

  • 1,5 kg kartöflur, gott er að nota möndlukartöflur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1-2 tsk. sjávarsalt
  • ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 200 g 36% sýrður rjómi
  • 2 msk. gróft sinnep
  • 60 ml vatn
  • hnefafylli dill,skorið gróflega

Sjóðið kartöflurnar í 8-10 mín. Hellið frá vatninu og skerið í tvennt. Setjið á bakka, penslið með olíu og saltið og piprið, í 180°C heitan ofn í 10 mín. Setjið sýrðan rjóma, sinnep, vatn, ½ tsk. salt og ¼ tsk. pipar í skál og blandið saman. Setjið kartöflurnar á fat og hellið sósunni yfir. Sáldrið yfir örlitlu salti og pipar ásamt dilli.

Rauðlaukur með fetaosti

  • 2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í þykkar sneiðar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1-2 tsk. sjávarsalt
  • ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 60 ml hunang
  • ¼ tsk. cayenne-pipar
  • u.þ.b. 120 g fetaostur, hreinn
  • 3-4 msk. pekanhnetur, ristaðar
  • 2 msk. graslaukur, gróft skorinn

Setjið laukinn í skál með köldu vatni og látið standa í 10-15 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Sigtið vatnið frá og þerrið laukinn. Dreypið ólífuolíu yfir laukinn og sáldrið yfir salti og pipar. Grillið laukinn í 15-20 mín. eða þar til hann er hefur náð góðum lit að utan og er mjúkur að innan. Á meðan laukurinn er að eldast setjið hunang, cayenne-pipar og ¼ tsk. salt í litla skál og blandið saman. Setjið laukinn á fat og sáldrið yfir fetaosti, pekanhnetum og graslauk. Dreypið því næst sósunni yfir og berið fram.