Lamba Rib Eye

Hráefni

Kjötið

  • 250 gr Lamba rib eye
  • 1 msk olía
  • 2 msk smjör
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Timjan og hvítlauksgeiri
  • Salt
  • Svartur pipar

Veltið kjötinu vel upp úr salti og pipar. Hitið smjör og olíu á pönnu. Setjið kjötið á pönnuna þegar smjörið er byrjað að brúnast. Bætið við hvítlauk og timjan og brúnið kjötið vel. Setjið hvítlaukinn og timjan ofan á kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og eldið í ofni í rúmlega 10 mínútur í 170°C heitum ofni eða þar til kjarnhiti er 58°C. Takið kjötið úr ofni og látið það jafna sig í 10 mínútur áður en það er skorið.

Seljurótarmús

  • 1 msk Smjör
  • 300 gr seljurót, skorin í bita
  • 500 ml rjómi

Steikið seljurótina í potti upp úr smjörinu þar til bitarnir hafa brúnast. Bætið við rjóma og sjóðið þar til bitarnir eru eldaðir í gegn. Setjið í matvinnsluvel, blandið vel og kryddið til með salti.

Pikklað grænmeti

  • 250 ml vatn
  • 250 ml eplaedik
  • 250 gr sykur
  • 4 Timjanstiklar
  • 1 msk heil piparkorn
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 haus fennel, skorið
  • 1 stjörnuanís
  • Aðferð
  • Sjóðið saman og látið standa í klukkutíma áður en pikklunarvökvin er notaður.
  • 8 rófubitar
  • 5 skarlottulaukar
  • 2 msk pikklunarvökvi
  • 2 msk olía
  • Steikið rófubita og skarlottulauk
  • Salt

Veltið rófubitum og lauknum upp úr pikklunarvökvanum, olíu og salti. Setjið í eldfast mót og eldið í 30 mínútur í 180°C heitum ofni, hrærið í mótinu á 10 mínútna fresti.

Timjan soðsósa

  • 1 lítri lambasoð
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk smjör
  • Salt
  • 5 Timjanstilkar

Bræðið smjör í potti og bætið við timjan og hvítlauk. Steikið í 2-3 mínútur og bætið við soði og salti. Sjóðið í 30 mínútur, sigtið og sjóðið niður um helming.

Kartöflu purée

  • 200 gr kartöflur
  • 200 gr rjómi
  • 1 msk smjör
  • 2 timjanstilkar

Sjóðið kartöflurnar uppúr vatni með timjan þar til mjúkar. Setjið í matvinnsluvel með rjóma og smjöri og blandið saman þar til silkimjúkt.