Hráefni
Kjötið
- 1dl kjúklingasoð
- 3tsk chipotle mauk
- 2tsk cuminduft
- 2tsk oregano
- 1tsk malaður negull
- 330gr eldaður lambabógur
- 1stk lárviðarlauf Safi úr hálfri lime
Maís kökur
- 3 dl harina maísmjöl
- 1 ½ dl volgt vatn
- 1tsk salt 2tsk matarolía
Skerið kjötið af lambabógnum smátt og veltið uppúr Chipotle mauki, cumin dufti, oregano og lárviðarlaufi. Steikt á pönnu við háan hita í 5 mínútur og hellið kjúklingasoði yfir. Lækkið hitan og látið krauma þar til að soðið og kryddið hefur breyst í þykka sósu sem myndar hjúp um kjötið. (rúmlega 10-15 mín). Kreistið hálfa lime yfir kjötblönduna og blandið.
Setjið maísmjölið í skál og bætið við helmingnum af vatninu og blandið saman. Bætið við restinni af vatninu, salti og olíu og hnoðið. Fletjið út kökurnar út með taco pressu eða kökukefli. Notið 27-30gr af deigi í hverja köku, gott er að miða við deigkúlu á stærð á golfbolta.
Berið fram með súrkáli, spírum, kimchi majonesi, vorlauk og salthnetum.