Christmas Lamb Top side steak

Hráefni

Kjötið

  • Lambabógur
  • salt og pipar
  • 1 stk blaðlaukur
  • 1 stk laukur
  • 2 stk sellerístönglar
  • 2 stk miðlungsstórar gulrætur
  • 1L kjúklingasoð
  • 1L krækiberjasafi
  • Börkur af 1/2 appelsínu
  • Lúkufylli af fersku timíjan
  • 3 litlir hvítlaukar eða 5 hvítlayksgeirar
  • 2 tsk bláberjasulta
  • Aðalbláber/bláber

hitið ofninn á 200°c og kryddið bóginn með salti og pipar. Setjið á ofnplötu og brúnið í ofni í 10-15 mínútur. Sjóðið niður krækiberjasafann um helming. Lækkið hitann á ofninum niður 80°c og ef elda á í 7 tíma eða 90°C fyrir 5 tíma. Skerið niður blaðlauk, lauk, sellerístöngla, gulrætur og hvítlauk og setjið í eldfastmót með loki á. Hellið 1 L af kjúklingasoði í mótið, leggjið bóginn ofan í og hellið krækiberjasafanum yfir. Bætið við appelsínuberki og timían og setjið lokið á. Þegar kjötið er klárt er tilvaldið að sigta soðið úr mótinu yfir í pott á meðan kjötið hvílir. Sjóðið soðið niður í 20-30 mínútur og þykkið eftir smekk með xantana gum, maíssterkju eða smjörbollu. Hægt er að bragðbæta sósuna með bláberjasultu eða aðalbláberjum.

Hasselback Sætkartöflur

  • 5 litlar sæktkartöflur
  • olía
  • salt
  • hunang
  • ristaðar peanhnetur
  • steinselja

Ristið saxaðar pecan hentur í ofni á 150°C í 4 mín. Skerið kartöflurnar þétt niður að miðju, nuddið vel upp úr olíu og saltið. Vetið sætkartöflunum upp úr hunangi bakið í 35-40 mínútur á 180°c (fer eftir stærð). Saxið steinselju og skreytið með steinseljunni og ristuðu hnetunum.

Rauðkálssalat

  • 1/2 rauðkálshaus
  • Safi úr hálfri lime
  • 2 msk ólífuolía
  • 6-8 myntulauf
  • 50 gr geitaostur
  • 2 tsk ristuð sólblómafræ
  • 1 dl fínsaxaðar döðlur
  • salt og pipar

Ristið sólblómafræ í 4mín í ofni á 150°c. Rífið rauðkálið í mandólini eða saxið smátt og setjið í skál. Hellið yfir lime safa og olífolíu, rífið geitaost yfir salatið og bætið döðlum við. Saxið myntulauf og stráið yfir. Kryddið með smá salti og pipar.